Stærðatafla og almenn umhirða
Bibs de lux
Bibs colour
Bibs couture
Bibs boheme
NÁTTÚRULEGT LATEX - NATURAL LATEX
Náttúrulegt og mjúkt efni sem líkir eftir áferð og lögun brjóstsins en teygjanleiki efnisins gerir það að verkum að túttan getur skipt um stærð og lögun vegna sogkrafts barnsins. Náttúrulegt latex verður fyrir utanaðkomandi áhrifum frá m.a. munnvatni, hita og UV-geisla. Til þess að sótthreinsa latex snuð á að leyfa þeim að liggja í soðnu vatni í að meðaltali 5 mínútur. Snuðin má EKKI sjóða. Það má EKKI sótthreinsa þau í örbylgjuofni. Þeim ætti að vera skipt út á 4-6 vikna fresti til að gæta að öryggi og hreinlæti. Þar sem efnið er náttúrulegt getur alltaf verið örlítill litarmunur á milli hluta.
SÍLIKON - SILICONE
Sílikon er ónáttúrulegt efni sem er framleitt undir ströngu gæðaeftirliti og er án skaðlegra efna. Það inniheldur ekki efni á borð við BPA, PVC og þalöt. Sílíkonið er í grunninn sterkar efni en náttúrulegt latex. Túttan heldur lagi sínu og þolir hærri hita. Til þess að sótthreinsa sílikon snuðin á að leyfa þeim að liggja í soðnu vatni í að meðaltali 5 mínútur. Snuðin má EKKI sjóða. Til þess að viðhalda öryggi og hreinlæti á að skipta út snuðum á 4-6 vikna fresti.
UMHIRÐA
Til þess að sótthreinsa snuðin á að leyfa þeim að liggja í 5 mínútur í ný soðnu vatni. Eftir 5 mínútur á að taka þau uppúr og leggja þau á hreint stykki og leyfa þeim að þorna. Þegar barn er búið að ná 3 mánaða aldri er einnig hægt að setja snuðin í sikti og hella yfir þau sjóðandi heitu vatni. Bibs mælir með því að snuðin séu sótthreinsuð að minnstakosti einusinni á dag. Það má EKKI sjóða snuðin né notast við annan sótthreinsibúnað eða aðferð sem nær 100 gráðu hita. Varast skal sótthreinsun í örbylgjuofni. Snuð með latex túttu má ekki setja í örbylgjuofn.
Hægt er að kynna sér nánar upplýsingar um umhirðu Bibs snuða á heimasíðu Bibs, https://bibsworld.com/blogs/guides/how-to-clean-my-pacifier-the-right-way