Það kostar ekkert að sækja sendingar í Verslunina Rangá sem er opin frá 10-22 alla daga
Það kostar ekkert að sækja sendingar í Verslunina Rangá sem er opin frá 10-22 alla daga
Karfa 0

Fróðleikur

BIBS SNUÐ
Stærðirnar sem tilgreindar eru í stærðartöflunni eru einungis viðmið. Flest snuðin koma í bæði sílikoni og náttúrulegu latexi, sjá nánar um umhirðu þeirra hér að neðan.
 
Stærð 1: 0+ mánaða / Stærð 2: 6+ mánaðar / Stærð 3: 18+ mánaða
One size: 0-3 ára
 
Bibs supreme
Bibs de lux
 
Bibs colour
Bibs couture
 
Bibs boheme
Latex: Náttúrulegt og mjúkt efni. Teygjanleiki efnisins gerir það að verkum að túttan getur skipt um stærð og lögun vegna sogs. Þar sem efnið er náttúrulegt getur alltaf verið örlítill litarmunur á milli hluta.
Sílikon: Framleitt undir ströngu gæðaeftirliti og er án skaðlegra efna. Það inniheldur ekki efni á borð við BPA, PVC og þalöt. Sílíkonið er í grunninn sterkar efni en latex.
Umhirða: Til þess að sótthreinsa snuðin á að leyfa þeim að liggja í 5 mínútur í ný soðnu vatni. Eftir 5 mínútur á að taka þau uppúr og leggja þau á hreint stykki og leyfa þeim að þorna. Þegar barn er búið að ná 3 mánaða aldri er einnig hægt að setja snuðin í sigti og hella yfir þau sjóðandi heitu vatni. Bibs mælir með því að snuðin séu sótthreinsuð að minnstakosti einusinni á dag. Það má EKKI sjóða snuðin né notast við annan sótthreinsibúnað eða aðferð sem nær háum hita.Varast skal sótthreinsun í örbylgjuofni. Snuð með latex túttu má ekki setja í örbylgjuofn. Til þess að viðhalda öryggi og hreinlæti á að skipta út snuðum á 4-6 vikna fresti.
Við mælum með því að kynna sér nánar upplýsingar um umhirðu Bibs snuðanna á:
 
_________________________________________________________________________
FRIGG SNUÐ
Stærðirnar sem tilgreindar eru í stærðatöflunni eru einungis viðmið.
Stærð 1: 0-6 mánaða c.a. 27mm / Stærð 2: 6-18 mánaðar c.a. 30mm
Sílikon: Hannað og framleitt í Danmörku. Endurbætt SilkySoft™ tútta með nýju click-lock™ kerfi (sjá nánar neðar). Skjöldurinn er gerður úr polypropylene (PP). Öryggisstaðall: EN1400 + A2 test. Inniheldyr ekki skaðleg efni á borð við BPA, PVC og þalöt (phthalates).
Latex: Hannað og framleitt í Danmörku. 100% náttúrulegt efni. Skjöldurinn er gerður úr polypropylene (PP). Öryggisstaðall: EN1400 + A2 test. Hiti og sólarljós getur skaðað efnið. Því ættu latex snuð ávalt að vera geymd á dimmum og þurrum stað við stofuhita.

Umhirða: Til þess að sótthreinsa snuðin er mælt með því að setja snuðin í skál, hella yfir þau sjóðandi vatni og leyfa þeim að sitja í vatninu í 3-5 mínútur. Ekki er mælt með því að hafa þau lengur en 5 mínútur í vatninu. Snuðin skulu síðan vera færð úr vatninu og yfir á slétt yfirborð þar sem þau fá að þorna. EKKI skal sjóða snuðin ! Snuðin eru ekki gerð fyrir suðu og geta eyðilagst við svo háann hita. Ekki skal nota sótthreinsi efni, örbylgjuofn eða uppþvottavél til þess að sótthreinsa snuðin. Mælt er með því að snuðum sé skipt út eftir 1-2 mánaða samfellda notkun. Ef að túttan á latex snuði er farin að stækka er það merki um það að það
sé kominn tími til að skipta út snuðinu. Latex snuð endast að öllu jöfnu ekki eins lengi og siliconsnuð og þarf að fylgjast vel með öldrun efnisins.
Click-lock™ kerfi: Nýtt og endurbætt kerfi í samsetningu snuðanna sem gerir það að verkum að þau þola meira álag en áður og verða í kjölfarið öruggari.
Við mælum með því að kynna sér nánar upplýsingar um umhirðu Frigg snuðanna á:
https://www.frigg.com/blog
__________________________________________________________________________
ESSKA SNUÐ
Stærðirnar sem tilgreindar eru í stærðatöflunni eru einungis viðmið.

HAPPI MINI: (0-6 months) / HAPPY: (4-36 months) - Flöt tútta

CLASSIC MINI : (0-6 months) / CLASSIC: (4-36 months) - Skáskorin tútta

Áður en snuðið er notað í fyrsta skipti ætti að sótthreinsa það með því að setja það í 5 mínútur í sjóðandi heitt vatn. Túttan má allsekki snerta hliðar eða botn potts sem hefur verið notaður til suðu vatnsins þar sem að hitinn getur eyðilagt túttuna. Látið snuðið kólna og ef að það hefur komist vatn inn í túttuna, kreistið það úr. Það má ekki nota kreista eða nota snuðið fyr en hálftíma eftir að það hefur kólnað eftir sótthreinsun.

 

Mikilvægt er að skoða snuðið reglulega fyrir skemmdum

- Skoðið alltaf snuðið fyrir hverja notkun með því að toga í túttuna

- Ekkert snuð er gert til þess að þola að vera bitið í. Skiptið reglulega um snuð. Esska mælir með því að snuði sé skipt út á tveggja mánaða fresti.

- Forðist það að geyma snuðin í beinu sólarljósi eða miklum hita. 

Við mælum með því að kynna sér nánar upplýsingar um umhirðu Esska snuðanna á:

https://barecollective.com/uk/guides/soother-guide/

 

×
×

Skoða allar upplýsingar